mán 02. júlí 2018 15:52
Magnús Már Einarsson
HM: Neymar skoraði og lagði upp í sigri Brasilíu
Firmino og Neymar fagna marki í dag.
Firmino og Neymar fagna marki í dag.
Mynd: Getty Images
Brasilía 2 - 0 Mexíkó
1-0 Neymar ('51 )
2-0 Roberto Firmino ('88 )

Brasilía tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM með 2-0 sigri á Mexíkó í dag. Neymar var maður dagsins en hann hefur eftir leikinn í dag skoraði 57 mörk og lagt upp 35 í 89 landsleikjum með Brasilíu.

Eftir rólegan fyrri hálfleik náði Neymar að opna markareikninginn á 51. mínútu en hann skoraði þá af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Willian, leikmanni Chelsea.

Neymar átti síðan stóran þátt í öðru marki Brasilíu á 88. mínútu. Neymar komst þá í gegn um fáliðaða vörn Mexíkó og átti skot sem Guillermo Ochoa í marki Mexíkó náði rétt svo að koma fæti í.

Úr varð fínasta stoðsending því boltinn barst á varamanninn Roberto Firmino sem skoraði auðveldlega í autt markið. Firmino var þá nýkominn inn á fyrir Philippe Coutinho.

Brasilíumenn fögnuðu markinu ógurlega enda gulltryggði það sæti í 8-liða úrslitum. Mexíkó er hins vegar úr leik í 16-liða úrslitum á sjöunda heimsmeistaramótinu í röð!

Hvað þýða úrslitin?
Brasilía mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Japan í 8-liða úrslitunum en þau lið eigast við klukkan 18:00.

Sjá einnig:
Neymar hefur skorað í nánast hverjum leik á árinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner