Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. júlí 2018 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Mexíkó ósáttur með Neymar: Til skammar fyrir íþróttina
Mynd: Getty Images
Juan Carlos Osorio gæti verið rekinn úr þjálfarastól Mexíkó eftir 2-0 tap gegn Brasilíu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

Mexíkó byrjaði vel og átti þokkalegan fyrri hálfleik en Brassar tóku öll völd eftir leikhlé og verðskuldaði 2-0 sigur.

Neymar skoraði og lagði upp í leiknum en eyddi ótrúlega miklum tíma liggjandi í jörðinni til að reyna að fiska andstæðinga sína útaf.

„Það er til skammar fyrir íþróttina að svona miklum tíma skuli vera eytt í einn leikmann. Dómgæslan var mjög hlutdræg og dró það úr seiglu leikmanna okkar," sagði Osorio eftir tapið.

„Þetta er ekki gott fyrir fótboltaheiminn, að börn sjái þetta og taki til fyrirmyndar. Þessi íþrótt á að snúast um hæfileika, viljastyrk og ákveðni, ekki trúðalæti."

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, og Neymar neituðu að tjá sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner