Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Alex Freyr sleit krossband - Tímabilið búið
Alex Freyr Hilmarsson verður ekki meira með í sumar
Alex Freyr Hilmarsson verður ekki meira með í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður KR í Pepsi Max-deildinni, er að öllum líkindum með slitin krossbönd og verður ekki meira með á tímabilinu en þetta kemur fram á Vísi.

Alex meiddist illa undir lok fyrri hálfleiks í gær en Pablo Punyed kom inná fyrir hann áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Alex kom til KR frá Víking R. fyrir tímabilið og hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir KR-inga. Hann er með 5 mörk í 10 leikjum í bæði deild- og bikar en hann er frá út tímabilið.

Vísir ræddi við Alex í kvöld og þar staðfesti hann að hann verður að öllum líkindum frá í 9-12 mánuði og að hann hafi slitið krossbönd.

„Þetta er 99% staðfest að það sé slitið krossband. Ég fer í myndatöku í fyrramálið til þess að staðfesta þetta endanlega og sjá hvernig þetta lítur út," sagði Alex í samtali við Vísi.

KR-ingar eru á toppnum með 26 stig eftir fyrstu umferðina í Pepsi Max-deildinni og eru þar með þægilega fjögurra stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner