Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 02. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bronze ekki sammála Neville sem segir hana besta í heimi
Lucy Bronze.
Lucy Bronze.
Mynd: Getty Images
Eftir 3-0 sigurinn á Noregi í 8-liða úrslitum HM kvenna sagði Phil Neville, þjálfari Englands, að Luzy Bronze væri besta fótboltakona í heimi.

Bronze er 27 ára gömul og leikur sem hægri bakvörður fyrir Evrópumeistara Lyon.

Hún skoraði þriðja markið í sigrinum á Noregi, en hún er ekki sammála þjálfara sínum.

„Hann er búinn að hrósa mér mikið. Hann sagði þetta við mig nokkrum vikum eftir að hann tók við. Hann sagði, 'þú ert besti leikmaður í heimi' og ég svaraði, 'nei Phil, ég er það ekki'. Hann segir þetta við mig á hverjum degi."

„Það er gaman að hann skuli hafa svona mikla trú og bera svona mikið traust til mín, en mér finnst ég ekki vera kominn á þennan stað. Ég vil alltaf gera betur í næsta leik."

England mætir Bandaríkjunum í undanúrslitum HM í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner