Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cattermole yfirgefur Sunderland eftir 10 ár hjá félaginu
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Lee Cattermole er búinn að yfirgefa Sunderland eftir 10 ár hjá félaginu.

Hinn 31 árs gamli Cattermole lék 261 leik fyrir Sunderland eftir félagaskipti frá Wigan fyrir 6 milljónir punda árið 2009.

Hann var í liðinu sem tapaði gegn Manchester City í úrslitum deildabikarsins 2014 og var einnig í liðinu sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, og Championship-deildinni árið eftir.

„Sunderland er sérstakt félag og þetta var ekki auðveld ákvörðun. Ég tel að þetta sé rétti tíminn fyrir nýja áskorun," sagði Cattermole.

Cattermole er aðeins einn af tveimur leikmönnum sem fór með liðinu úr úrvalsdeildinni niður í C-deild - ásamt Bryan Oviedo. Hann var því á mikið hærri launum en liðsfélagar sínir.

Cattermole hefur verið orðaður við Sheffield Wednesday í sumar.

Sunderland leikur áfram í C-deildinni á næsta tímabili eftir dramatískt tap gegn Charlton í úrslitum umspilsins á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner