Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 11:16
Fótbolti.net
Enginn botnar í því af hverju Pedro var ráðinn upphaflega
Hemmi Hreiðars sagður hafa áhuga á starfinu
Pedro Hipólito var rekinn frá ÍBV.
Pedro Hipólito var rekinn frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Allir voru svo hissa þegar hann var ráðinn og svo siglir þetta svona svakalega í strand," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu en þar var rætt um óskiljanlega ráðningu ÍBV á Pedro Hipolito sem síðan var rekinn á sunnudagskvöld.

Pedro tók við Eyjaliðinu síðasta haust eftir að hafa þjálfað Fram.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Allt í kringum þetta er svo ótrúlegt. Hann gerði einhverja meðalhluti með Fram í Inkasso-deildinni en kemur svo 'upp úr köku' á lokahófi ÍBV í fyrra. Hann var kynntur eins og þetta væri bara Pep Guardiola, það var ekki gefinn sér neinn tími í að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni," segir Elvar.

Ian Jeffs, aðstoðarmaður Pedro, hefur tekið við liðinu en hann vildi fá aðalþjálfarastarfið eftir síðasta tímabil.

„Jeffsy vildi fá þetta starf þá heyrði maður, eðlilega. Það var eiginlega komið að honum. Ian Jeffs er Eyjamaður í dag og hefur gert mikið fyrir félagið. Hann fékk ekki starfið eftir síðasta tímabil en svo fær hann þetta lið upp í hendurnar núna. Ef það er satt sem Pedro segir að það sé ekki til neinn peningur og ekki hægt að kaupa neina leikmenn þá er hann að fá ansi slakt fótboltalið upp í hendurnar og leiðinlegur tímapunktur að taka við þessu," segir Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson tekur í sama streng:

„Eyjamenn hafa verið að tala um hversu erfitt sé að haldast á þjálfurum þarna. Kristján tók tvö ár og það voru risafréttir. Hann var sá fyrsti síðan 2011 til að klára meira en eitt tímabil. Maður bjóst við að Jeffs yrði næstur í röðinni og því ótrúlega furðulegt að ráða Pedro," segir Magnús. Jeffs er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og það verða árekstrar síðar á tímabilinu.

„Í haust mun þetta skarast á. ÍBV á leik 1. september og kvennalandsliðið 2. september. Hann hefði aldrei ráðið sig í aðstoðarþjálfarastarfið hjá kvennalandsliðinu ef hann hefði fengið aðalþjálfarastarf ÍBV síðasta haust."

Tómas hefur heyrt að Hermann Hreiðarsson, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍBV, hafi áhuga á að taka við Eyjamönnum.

„Hann hefur víst verið að taka púlsinn á mönnum og svona," segir Tómas.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner