Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 02. júlí 2019 20:55
Brynjar Ingi Erluson
HM kvenna: Bandaríkin í úrslit eftir hádramatískan leik
Alex Morgan fagnar sigurmarkinu í kvöld
Alex Morgan fagnar sigurmarkinu í kvöld
Mynd: Getty Images
Ellen White kemur knettinum í netið en VAR dæmdi það af
Ellen White kemur knettinum í netið en VAR dæmdi það af
Mynd: Getty Images
England W 1 - 2 USA W
0-1 Christen Press ('10 )
1-1 Ellen White ('19 )
1-2 Alex Morgan ('31 )
Rautt spjald: Millie Bright ('87, England )

Bandaríska kvennalandsliðið er komið í úrslitaleik HM í þriðja sinn í röð eftir 2-1 sigur á Englandi í Lyon í Frakklandi í kvöld.

Bandaríska liðið er ríkjandi heimsmeistari í keppninni en liðið fór þá einig í úrslitaleik mótsins árið 2011 er það tapaði fyrir Japan nokkuð óvænt.

Jill Ellis, þjálfari bandaríska liðsins, ákvað að setja Megan Rapinoe á bekkinn gegn Englandi í kvöld en Rapinoe var með 5 mörk á mótinu fyrir leikinn og því með flest mörk ásamt Ellen White, Alex Morgan og Sam Kerr.

Christen Press kom í liðið í stað Rapinoe og lét strax vita af sér en hún kom bandaríska liðinu yfir á 10. mínútu. Kelley O'Hara átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið og einn besti leikmaður Englands á mótinu, Lucy Bronze, gerði sig seka um einbeitingaleysi. Press var mætt á fjærstöng og stangaði knöttinn í netið.

Níu mínútum síðar svöruðu Englendingar. Þar var á ferðinni Ellen White með sitt sjötta mark í keppninni og hún því orðin markahæst. Beth Mead átti fyrirgjöf á White sem rak tána í boltann og í hægra hornið.

Það rigndi inn mörkum á tuttugu mínútna kafla. Alex Morgan kom bandaríska liðinu aftur yfir á 31. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Lindsey Horan og fagnaði Morgan með viðeigandi hætti eða eins og hún væri að drekka te.

Á 67. mínútu skoraði Ellen White fyrir England en hún fékk þá frábæra sendingu inn fyrir frá Jill Scott og afgreiddi White þetta vel. Ákveðið var að nota VAR í þessari sókn og kom í ljós að White var aðeins fyrir innan er sendingin kom og markið því dæmt af.

Það varð allt vitlaust á 84. mínútu er Ellen White datt í teignum en dómari leiksins vildi fyrst ekki láta skoða atvikið og dæmi markspyrnu en eftir smá samtal milli dómara þá var ákveðið að skoða það. Þegar búið var að skoða endursýningar var vítaspyrna niðurstaðan og England í frábærum séns.

Steph Houghton steig á punktinn en vítið var varið. Arfaslakt víti sem Alyssa Naeher var í engum vandræðu með. Það bætti gráu ofan á svart þremur mínútum síðar er Millie Bright braut á Morgan og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en enska liðinu tókst ekki að nýta sér það og Bandaríkin á leið í úrslitaleikinn. Bandaríska liðið mætir Svíþjóð eða Hollandi og á möguleika á að vinna HM í annað sinn í röð.

England mun spila um þriðja sætið en besti árangur liðsins er einmitt þriðja sætið árið 2015.



Athugasemdir
banner
banner
banner