Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júlí 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Loftus-Cheek að framlengja við Chelsea
Ruben Loftus-Cheek er að skrifa undir fimm ára samning við Chelsea
Ruben Loftus-Cheek er að skrifa undir fimm ára samning við Chelsea
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Ruben Loftus-Cheek er við það að framlengja samning sinn við Chelsea til næstu fimm ára en Telegraph fullyrðir þetta í kvöld.

Loftus-Cheek er uppalinn hjá Chelsea og byrjaði að spila fyrstu leiki sína fyrir félagið árið 2014 en eftir að hafa verið notaður mikið sem varamaður fyrstu árin ákvað hann að fara á lán til Crystal Palace árið 2017.

Hann stóð sig afar vel hjá Palace og ákvað Maurizio Sarri því að gefa honum tækifærið á síðustu leiktíð. Hann gerði vel hjá Chelsea og þá sérstaklega í Evrópudeildinni en missti þó af úrslitaleiknum vegna meiðsla sem hann hlaut í æfingaleik í Bandaríkjunum.

Það eru spennandi fréttir framundan úr herbúðum Chelsea en Frank Lampard verður kynntur sem nýr stjóri liðsins á morgun og í framhaldinu verður nýr samningur á borðinu fyrir Loftus-Cheek.

Hann skrifar undir fimm ára samning og mun þéna 150 þúsund pund á viku. Þá vinnur félagið hörðum höndum að því að framlengja við Callum Hudson-Odoi en hann verður samningslaus á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner