Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 10:40
Magnús Már Einarsson
Man Utd í bílstjórasætinu í baráttunni um Maguire
Nýtt tilboð upp á 70 milljónir punda
Á leið til Manchester United?
Á leið til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Manchester United er komið á undan Manchester City í baráttunni um Harry Maguire, varnarmann Leicester, samkvæmt frétt Sky Sports í dag.

United hefur hækkað tilboð sitt í Maguire upp í 70 milljónir punda að sögn Sky.

Viðræður á milli Manchester United og Leicester hafa verið í gangi í nokkrar vikur.

Maguire var líka á óskalista Manchester United eftir HM í fyrrasumar en ekkert varð af kaupum þá.

Maguire er 26 ára gamall en hann hefur slegið í gegn hjá Leicester síðan hann kom til félagsins frá Hull fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner