Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. júlí 2019 10:14
Arnar Daði Arnarsson
Miðasala á heimaleiki Íslands hefst í dag
Icelandair
Aron Einar.
Aron Einar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðasala á heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2020 sem fram fara í haust hefst klukkan 12:00 í dag. Miðasalan fer fram á Tix.is.

Hægt verður að tryggja sér miða á alla þrjá haustleikina í einum pakka og kaupandinn velur sitt sæti fyrir alla þrjá leikina. Um er að ræða þrjá heimaleiki Íslands gegn Moldóvu, heimsmeisturum Frakka, og Andorra.

Heimaleikir Íslands í haust
Ísland - Moldóva laugardaginn 7. september kl. 16:00
Ísland - Frakkland föstudaginn 11. október kl. 18:45
Ísland - Andorra mánudaginn 14. október kl. 18:45

Ísland er í 3. sæti riðilsins með níu stig, jafn mörg stig og Tyrkland og Frakkland sem eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Ísland hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Íslenska landsliðið leikur fimm leiki í haust en riðlakeppnin lýkur 17. nóvember þegar Ísland heimsækir Moldóvu.

Óbreytt miðaverð
Verðsvæði A: Fullorðnir 7.500 (Börn 16 ára og yngri 50% afsláttur) = Haustleikjaverð - Þrír leikir 22.500 (barnaverð 11.250)
Verðsvæði B: Fullorðnir 5.500 (Börn 16 ára og yngri 50% afsláttur) = Haustleikjaverð - Þrír leikir 16.500 (barnaverð 8.250)
Verðsvæði C: Fullorðnir 3.500 (Börn 16 ára og yngri 50% afsláttur) = Haustleikjaverð - Þrír leikir 10.500 (barnaverð 5.250)

Eingöngu er um að ræða miðasölu á alla þrjá leikina í einum pakka að þessu sinni. Miðasala á staka leiki fer fram síðar.

Athugasemdir
banner
banner
banner