Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Reiði hjá Crystal Palace yfir tilboði Arsenal
Zaha fagnar marki gegn Arsenal á síðasta tímabili.
Zaha fagnar marki gegn Arsenal á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Crystal Palace eru reiðir yfir 40 milljóna tilboði frá Arsenal í Wilfried Zaha.

Crystal Palace verðmetur leikmanninn í kringum 80 milljónir punda og lítur á tilboð Arsenal sem móðgun.

Crystal Palace seldi hægri bakvörðinn unga Aaron Wan-Bissaka til Manchester United á 50 milljónir punda á dögunumen félagið vill fá umtalsvert hærri fjárhæð fyrir Zaha.

Forráðamenn félagsins telja að Arsenal sé að reyna að gera Zaha óánægðan til að eiga möguleika á að fá hann á lægra verði.

Hinn 26 ára gamli Zaha hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Palace undanfarin ár en hann varð langlaunahæstur í sögu félagsins þegar hann gerði nýjan fimm ára samning í fyrrasumar.

Sjá einnig:
Bróðir Zaha biðlar til Crystal Palace - „Draumur hans"
Athugasemdir
banner
banner