Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. júlí 2019 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Sauerbrunn um vítabanann Naeher: Ég elska þig!
Becky Sauerbrunn hvíslar að Alyssu Naeher: Ég elska þig!
Becky Sauerbrunn hvíslar að Alyssu Naeher: Ég elska þig!
Mynd: Getty Images
Alyssa Naeher, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins, var hetja liðsins er það vann 2-1 sigur á Englandi í undanúrslitum HM í Frakklandi í kvöld.

Bandaríska liðið komst í þriðja úrslitaleik heimsmeistaramótsins í röð er það vann enska liðið en leikurinn var langt í frá auðveldur fyrir heimsmeistarana.

Ellen White jafnaði fyrir England eftir að Christen Press hafði komið bandaríska liðinu yfir snemma leiks áður en Alex Morgan skoraði annað mark Bandaríkjanna. Ellen White kom knettinum í netið á 67. mínútu en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Á 84. mínútu braut þá Becky Sauerbrunn af sér innan teigs og var dæmd vítaspyrna en Alyssa Naeher sá við Steph Houghton. Mikilvæg markvarsla frá Naeher sem reyndist hetja leiksins.

Sauerbrunn var ekki beint í öngum sínum yfir atvikinu en þegar hún sá Naeher verja spyrnuna þá gat hún ekki annað en lýst ást sinni á henni.

„Ég held að það hafi verið snerting en ég held líka að hún hefði skorað ef ég hefði ekki farið í hana. Ég hef ekki fengið að sjá endursýningu af þessu en augljóslega var dæmd vítaspyrna," sagði Sauerbrunn.

„Þetta var ekkert hræðilegt augnablik, auðvitað leiðinlegt, en ég hugsaði bara að þetta er fótbolti og halda áfram að gera það sem við höfðum verið að gera. Þegar Alyssa varði spyrnuna held ég að ég hafi farið til hennar og sagt við han að ég elskaði hana," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner