Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Segir að Arsenal eigi ekki að eyða öllu í Zaha
Mynd: Getty Images
Ray Parlour, fyrrum miðjumaður Arsenal, segir að félagið eigi ekki að eyða öllum fjármunum sínum í Wilfried Zaha í sumar.

Arsenal hefur mikinn áhuga á Zaha og einnig er talið að Zaha hafi mikinn áhuga á því að ganga í raðir Arsenal frá Crystal Palace.

Sky Sports greindi frá því í gær að Arsenal hefði boðið 40 milljónir punda í Zaha. Talað hefur verið um að Crystal Palace vilji fá allt að 80-100 milljónum punda fyrir Zaha.

„Það væru góð kaup að fá Zaha, en það veltur allt á því hvað hann mun kosta. Talað er um 100 milljónir punda sem er mikill peningur fyrir einn leikmann," segir Parlour.

„Það væri sniðugt að líta á aðra leikmenn og aðrar stöður sem þarf að styrkja líka."

Sjá einnig:
Bróðir Zaha biðlar til Crystal Palace - „Draumur hans"
Athugasemdir
banner
banner
banner