Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júlí 2019 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Leicester og Newcastle ná saman um Ayoze Perez
Rafael Benitez er farinn frá Newcastle og Ayoze er næstur út!
Rafael Benitez er farinn frá Newcastle og Ayoze er næstur út!
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City er búið að ná samkomulagi við Newcastle United um kaup á Ayoze Perez, framherja liðsins, en fréttastofa Sky Sports greinir frá.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur lengi haft augastað með Perez sem hafnaði því að framlengja samning sinn við Newcastle fyrr á árinu en samningurinn rennur út árið 2021.

Hann vild ólmur komast burt frá liðinu og það var ýtt enn frekar undir það er Rafael Benitez yfirgaf félagið.

Leicester og Newcastle hafa komist að samkomulagi um Perez en Leicester greiðir 30 milljónir punda fyrir hann.

Leikmaðurinn á eftir að semja um kaup og kjör hjá Leicester auk þess sem hann á eftir að gangast undir læknisskoðun.

Perez skoraði 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner