Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 02. júlí 2019 11:38
Fótbolti.net
„Þeim fer fækkandi sem reyna að koma Ólafi til varnar"
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí en liðið er nú í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, með þremur stigum færra en á sama tíma í fyrra en síðasta sumar var mikil vonbrigði hjá liðinu.

Í Innkastinu var rætt um óvænt úrslit í leik Grindavíkur og FH sem endaði með markalausu jafntefli, nokkrum dögum eftir að FH vann 7-1 sigur í viðureign liðanna í bikarnum.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Þetta eru alveg biluð úrslit miðað við að liðin mættust fyrir korteri síðan í bikarnum og þá sá Grindavík ekki til sólar og tapaði 7-1! Grindavík hefur enn bara fengið á sig níu mörk samtals í deildinni," segir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson tók við boltanum og ræddi um stöðu Ólafs Kristjánssonar þjálfara.

„Það var eins og einhver hafi borið eld að bensíninu sem var við stuðningsmenn FH þegar kom að Ólafi Kristjánssyni. Þú lest bara samfélagsmiðla þar sem FH-ingar láta í sér heyra. Þeim fer fækkandi sem reyna að koma honum til varnar," segir Tómas.

„FH-ingar eru orðnir virkilega pirraðir. Liðið fékk smá afslátt í upphafi. Við höfum verið þokkalega jákvæðir við þá en svo dettur ekkert í gang. Þeir skoða voðalega lítið og við fórum yfir það í síðasta þætti hvernig miðjumennirnir reyna að búa eitthvað til en það gerist ekkert fram á við. Svo kemur þetta markalausa jafntefli. Vá hvað það eru erfiðir tímar í Krikanum núna."

Gunnar Birgisson er á því að FH þurfi að styrkja sig í glugganum.

„Þeir þyrftu að sækja sér markvörð og hafsent finnst mér," segir Gunnar og Tómas bætir við: „Það vantar líka eitthvað fram á við, einhverja dínamík."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner