Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. júlí 2019 19:47
Brynjar Ingi Erluson
U17 ára landslið kvenna vann Þýskaland eftir vítakeppni
U17 ára landslið Íslands
U17 ára landslið Íslands
Mynd: KSÍ
Íslenska U17 ára landslið kvenna vann Þýskaland í vítakeppni á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma.

Íslenska liðið þykir afar efnilegt en liðið gerði þrjú mörk gegn þýska liðinu og það eftir að hafa verið þremur mörkum undir og þurfti þvi að fara með leikinn í vítakeppni.

Hildur Lilja Ágústsdóttir, Amanda Jacobsen Andradóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu mörk íslenska liðsins.

Ísland náði í góðan sigur í fyrsta leiknum á opna Norðurlandamótinu en næsti leikur íslenska liðsins er gegn Noregi á fimmtudag.

Síðasti leikurinn í riðlinum er svo gegn Dönum þann 6. júlí áður en spilað er um sæti á mótinu.

Byrjunarlið Íslands í dag:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)
Jakobína Hjörvarsdóttir
Emma Steinsen Jónsdóttir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir (F)
Birna Kristín Björnsdóttir
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Andrea Rut Bjarnadóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Athugasemdir
banner
banner