Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2020 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Orðið nokkuð ljóst með topp fjögur þótt mikið sé eftir
Mario Pasalic.
Mario Pasalic.
Mynd: Getty Images
Það fóru fram tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni þennan fimmtudaginn.

Eftir úrslitin í þessum leikjum er það svo gott sem ljóst hvaða lið enda í efstu fjórum sætum deildarinnar. Atalanta vann nefnilega heimasigur á Napoli þar sem bæði mörkin komu snemma í seinni hálfleik og Roma tapaði á heimavelli gegn Udinese.

Roma er núna í fimmta sæti, 12 stigum frá Atalanta sem er í fjórða sætinu. Þessi lið eiga þó eftir að leika níu leiki, en bilið er rosalega stórt.

Juventus, Lazio, Inter og Atalanta eru á leið í Meistaradeildina á næsta leiktíð. Roma er í fimmta sæti og Napoli í sjötta. Udinese komst upp í 14. sæti með sigrinum í kvöld, og er núna sex stigum frá fallsæti.

Atalanta 2 - 0 Napoli
1-0 Mario Pasalic ('47 )
2-0 Robin Gosens ('55 )

Roma 0 - 2 Udinese
0-1 Kevin Lasagna ('12 )
0-2 Ilija Nestorovski ('78 )
Rautt spjald: Diego Perotti, Roma ('29)
Athugasemdir
banner
banner