Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 02. ágúst 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea að missa miðvörð til Mónakó
Malang Sarr
Malang Sarr
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Malang Sarr er á leið til Mónakó á láni frá Chelsea. Þetta kemur fram í franska blaðinu L'Equipe í dag.

Chelsea er að missa þriðja miðvörðinn út í sumar en Andreas Christensen og Antonio Rüdiger yfirgáfu félagið eftir að samningar þeirra runnu út í síðasta mánuði.

Sarr, sem er 23 ára gamall, var keyptur til Chelsea frá Nice fyrir tveimur árum og lánaður til Porto. Hann snéri aftur fyrir síðasta tímabil og spilaði 21 leik í öllum keppnu fyrir enska félagið.

Þrátt fyrir mikla manneklu í vörn Chelsea hefur Thomas Tuchel, stjóri félagsins, gefið grænt ljós á að leyfa Sarr að fara.

L'Equipe greinir frá því að Mónakó hafi náð samkomulagi við Chelsea um að fá Sarr á láni og mun félagið eiga möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 12 milljónir evra á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner