Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. ágúst 2022 12:19
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Víkingur gæti mætt Malmö aftur - Blikar til Noregs eða Belgíu ef þeir vinna Tyrkina
Úr leik Víkings og Malmö.
Úr leik Víkings og Malmö.
Mynd: Raggi Óla
Nú rétt í þessu var dregið í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar, sjálft umspilið þar sem barist er um sæti í riðlakeppninni.

Á fimmtudagskvöld munu Víkingur og Breiðablik leika heimaleiki sína í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bæði lið eiga mjög erfið verkefni fyrir höndum. Víkingur mun leika gegn Lech Poznan frá Póllandi og Breiðablik leikur gegn Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi.

Ef Víkingur nær að vinna pólska liðið mun liðið leika í umspilinu gegn tapliðinu í viðureign Malmö og Dudelange frá Lúxemborg sem mætast í forkeppni Evrópudeildarinnar. Víkingur tapaði einmitt fyrir Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar. Það þyrfti tvö óvænt úrslit til að liðin mætist aftur, en möguleikinn er til staðar.

Ef Breiðablik nær að vinna tyrkneska liðið mun það mæta Lilleström frá Noregi eða Royal Antwerp frá Belgíu. Hólmbert Aron Friðjónsson er í liði Lilleström.


Athugasemdir
banner
banner
banner