
Þróttur Reykjavík og Leiknir F mættust á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli
Gunnar Guðmundsson var ósammála að leikurinn hafi verið bragðdaufur.
Gunnar Guðmundsson var ósammála að leikurinn hafi verið bragðdaufur.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 0 Leiknir F.
„Ég myndi nú ekki segja að þetta hafi verið bragðdauft, mér fannst bæði lið fá færi. Jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða."
„Sjálfsögðu vonbrigði hjá okkur. Það var mikilvægt að vinna þennan leik og ná í þrjú stig og þá hefðum við komið okkur í pakkann fyrir ofan okkur en jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða."
Þróttarar eru á botni deildarinnar ásamt Magnamönnum en Gunni segir að það sé ekki komið stress í hópinn.
„Nei, það er ekkert stress. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í og stig í dag telur."
„Við náðum okkur í stig í dag þó við hefðum viljað hafa þau þrjú. Það er nóg eftir af mótinu og stutt í pakkann þarna fyrir ofan og það eru fleiri lið að sogast inn í það. Við erum ekkert orðnir stressaðir við bara höldum ótrauðir áfram og undirbúum okkur fyrir næsta leik."
Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir