
„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir sigur á Aftureldingu í fjörugum leik á Grenivík.
„Það er alltaf þegar bætt er miklu við, erfiður tími [að standa á hliðarlínunni] en þetta hafðist, frábært - karakter í strákunum. Ég er mjög sáttur með strákana og eins og kannski heyrist [í bakgrunn] þá er bullandi stemning og það er Magni Grenivík. Við erum að njóta, hafa gaman að þessu - Jordan effect."
„Það er alltaf þegar bætt er miklu við, erfiður tími [að standa á hliðarlínunni] en þetta hafðist, frábært - karakter í strákunum. Ég er mjög sáttur með strákana og eins og kannski heyrist [í bakgrunn] þá er bullandi stemning og það er Magni Grenivík. Við erum að njóta, hafa gaman að þessu - Jordan effect."
Lestu um leikinn: Magni 3 - 2 Afturelding
Magni vann sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar um síðustu helgi og nú eru sigrarnir orðnir tveir. Er mikill léttir að ná inn sigrum?
„Jú eins og ég segi; Jordan er að hafa áhrif á okkur þessa dagana og það er mjög jákvætt."
Magni er á sinni þriðju leiktíð í næstefstu deild og síðustu tvö tímabil hefur liðið haldið sér uppi á dramatískan hátt. Er þriðja ævintýrið í uppsiglingu?
„Hver veit? Við elskum ævintýrin á Grenivík og ef þetta er þriðja ævintýrið þá er það bara þannig."
Sveinn sagði þá að hann búist við því að Alejandro Manuel Munoz Caballe, Spánverjinn sem lék gegn Leikni F. í síðustu umferð en var ekki með í dag, verði klár í næstu umferð.
Svenni var að lokum spurður út í Louis Aaron Wardle, sem skoraði og lagði upp mark í leiknum.
„Jordan effect*," svaraði Svenni.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
*Louis sjálfur fór í viðtal í kjölfarið á Svenna og var spurður nánar út í 'Jordan effect'.
Athugasemdir