Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   mið 02. september 2020 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Þór: Jordan er að hafa áhrif á okkur þessa dagana
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir sigur á Aftureldingu í fjörugum leik á Grenivík.

„Það er alltaf þegar bætt er miklu við, erfiður tími [að standa á hliðarlínunni] en þetta hafðist, frábært - karakter í strákunum. Ég er mjög sáttur með strákana og eins og kannski heyrist [í bakgrunn] þá er bullandi stemning og það er Magni Grenivík. Við erum að njóta, hafa gaman að þessu - Jordan effect."

Lestu um leikinn: Magni 3 -  2 Afturelding

Magni vann sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar um síðustu helgi og nú eru sigrarnir orðnir tveir. Er mikill léttir að ná inn sigrum?

„Jú eins og ég segi; Jordan er að hafa áhrif á okkur þessa dagana og það er mjög jákvætt."

Magni er á sinni þriðju leiktíð í næstefstu deild og síðustu tvö tímabil hefur liðið haldið sér uppi á dramatískan hátt. Er þriðja ævintýrið í uppsiglingu?

„Hver veit? Við elskum ævintýrin á Grenivík og ef þetta er þriðja ævintýrið þá er það bara þannig."

Sveinn sagði þá að hann búist við því að Alejandro Manuel Munoz Caballe, Spánverjinn sem lék gegn Leikni F. í síðustu umferð en var ekki með í dag, verði klár í næstu umferð.

Svenni var að lokum spurður út í Louis Aaron Wardle, sem skoraði og lagði upp mark í leiknum.

„Jordan effect*," svaraði Svenni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

*Louis sjálfur fór í viðtal í kjölfarið á Svenna og var spurður nánar út í 'Jordan effect'.
Athugasemdir
banner
banner