Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendum fjölgar á Spáni
Mynd: EPA
Spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið leyfi á að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum. Nú má sitja í 60% af sætum á vellinum en það var áður 40%.

Reglurnar taka þegar gildi og því ljóst að fleiri áhorfendur verða í La Liga strax eftir landsleikjagluggann.

Í gær náði Spánn þeim áfanga að 70% af íbúum hafa verið bólusettir en um tíma var staðan skelfilega slæm í landinu.

En nú birtir til á Spáni og tekin eru skref í átt að venjulegu lífi í landinu.
Athugasemdir
banner
banner