Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Aldrei gefast upp" - Búinn að reyna í svakalega langan tíma
Icelandair
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson
Mynd: EPA
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í Bandaríkjunum var á dögunum valinn í fyrsta sinn í A-landsliðshóp þar sem leikir landsliðsins eru keppnisleikir. Guðmundur er 29 ára leikmaður sem á að baki sjö landsleiki sem allir hafa verið æfingaleikir.

Guðmundur vakti athygli á þessari staðreynd fyrr á þessu ári og þegar ljóst var að hann væri í landsliðshópnum birti hann færslu þar sem stendur: „Til að gera langa sögu stutta, aldrei gefast upp."

Sjá einnig:
„Enginn annar komist svona langt án þess að eiga alvöru landsleik"

Guðmundur var í landsliðshópnum í verkefninu í sumar og átti góðan leik gegn Póllandi. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var til viðtals í síðustu viku og var hann spurður út í Guðmund. Var það frammistaðan í verkefninu í sumar sem er að tryggja honum sætið núna?

„Hann spilaði að mínu mati mjög vel í leiknum á móti Póllandi en það er alls ekki bara Póllandsleikurinn. Það hefur alltaf eitthvað að segja þegar maður vinnur með leikmönnum og kynnist þeim, það er oft erfitt að mynda sér skoðun bara á því að horfa á leiki. Við þjálfarar höfum verið í því síðustu tvö ár að horfa bara á leiki á Wyscout í tölvunni."

„Út frá hans frammistöðu í Bandaríkjunum og í ferðinni allri í maí/júní og núna undanfarna mánuði, þó hann hafi að undanförnu ekki alltaf verið í liðinu, þá hefur hann stimplað sig inn og á að mínu mati skilið að vera í þessum hóp,"
sagði Arnar. Viðtalið við Arnar má nálgast hér að neðan.

Valið var einnig rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. „Brynjar Ingi og Gummi Tóta eru verðlaunaðir fyrir flotta frammistöðu í síðasta glugga, þeir eru áfram í hópnum og skemmtilegur Instagram-póstur frá Gumma Tóta. Hann er búinn að reyna koma sér inn í svona alvöru hóp fyrir keppnisleiki í svakalega langan tíma," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Með mjög gott klapplið á bakvið sig, hefur staðið sig vel og nýtti sénsinn. Það er gaman að sjá svona gæja koma inn," sagði Henry Birgir Gunnarsson.

„Hann er líka graður í að standa sig, hann er ekki að koma inn í eitthvað norm: verðum að gera þetta. Hann vill bara sýna sig og sanna," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.


Kafað dýpra í landsliðsvalið með þjálfaranum
Útvarpsþátturinn - Spjótin beinast að KSÍ og Ronaldo rauður á ný
Athugasemdir
banner
banner