banner
   fim 02. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Amine Harit á leið til Marseille - Tveir leikmenn tóku á launalækkun
Amine Harit er á leið frá Schalke
Amine Harit er á leið frá Schalke
Mynd: Getty Images
Amine Harit, leikmaður Schalke í þýsku B-deildinni, er að ganga í raðir Marseille í Frakklandi en hann kemur á láni út leiktíðina.

Harit er 24 ára gamall miðjumaður og hefur spilað með Schalke síðustu fjögur árin.

Schalke féll niður í B-deildina eftir síðustu leiktíð og þurfti í kjölfarið að losa sig við marga lykilmenn.

Þessi landsliðsmaður Marokkó hefur leitast eftir því að komast frá Schalke en hann er nú búinn að finna sér nýtt félag.

Hann er að ganga til liðs við franska félagið Marseille á láni frá Schalke og þá fær félagið kauprétt á honum.

Tveir leikmenn Marseille þurfa að taka á sig launalækkun til að félagaskiptin verða að veruleika en það eru þeir Alvaro Gonzalez og Pol Lirola. Það má búast við félagaskiptin verði kynnt síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner