Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Kannski vorum við sjálfum okkur verstir
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir 2-0 tapið gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

Íslenska liðið átti nokkur fín færi í leiknum en nýtti ekki. Rúmenar nýttu sín færi á meðan og það skildi liðin að.

Arnari fannst frammistaðan mjög góð hjá liðinu en segir það hafa verið erfitt að fá á sig mark snemma í seinni hálfleik.

„Ég held að þú orðar þetta bara mjög vel. Þetta var súrt því frammistaðan var mjög góð og við kannski vorum sjálfum okkur verstir því við gleymum okkur tvisvar og sérstaklega fyrsta markið strax eftir hálfleik. Þegar þú færð mark á þig svona snemma þá er erfitt að koma til baka og þeir tefja og vita hvernig þeir spila á klukkuna," sagði Arnar Þór við RÚV.

„Ég er stoltur af strákunum þannig lagað. Frammistaðan var góð og góð orka í liðinu. Menn voru að reyna að standa saman í þessu og við fengum 4-5 góð færi og 5 eða 6 möguleika."

„Þetta var heilt yfir var þetta leikur sem við áttum aldrei að tapa."


En er Arnar ánægður með að þessum leik sé lokið eftir allt sem hefur gengið á í vikunni?

„Nei, ég er hundfúll á að tapa fótboltaleik. Það eru einu tilfinningarnar sem eru núna og ef fólk myndi kíkja inn í klefa núna þá er það sama tilfinning hjá strákunum. Við þurfum að greina þetta núna og laga það sem betur mátti fara og bæta það sem var gott og svo mætum við aftur á sunnudaginn en við ætlum að vera hundfúlir í dag," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner