Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besiktas í viðræðum við Barcelona
Pjanic
Pjanic
Mynd: Getty Images
Ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter-reikningi sínum í dag að Besiktas og Barcelona séu að ræða sín á milli.

Besiktas vill fá Miralem Pjanic í sínar raðir og þar sem Barcelona vill lækka hjá sér launakostnaðinn er ansi líklegt að katalónska félagið hleypi Pjanic í burtu.

Besiktas vill fá Pjanic á láni og eru í viðræður í gangi um launagreiðslur.

Pjanic er 31 árs miðjumaður sem er landsliðsmaður Bosníu og Hersegóvínu. Hann gekk í raðir Barcelona síðasta sumar frá Juventus.


Athugasemdir
banner
banner
banner