Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brotthvarf Ronaldo gerir Inter líklegasta
Inter er ríkjandi meistari.
Inter er ríkjandi meistari.
Mynd: epa
Fyrrum sóknarmaðurinn Christian Vieri telur að Inter sé líklegasta liðið til að vinna ítölsku úrvalsdeildina eftir brotthvarf Cristano Ronaldo frá Juventus.

Ronaldo yfirgaf Juventus í síðustu viku og gekk aftur í raðir Manchester United.

Juventus endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili, en Ronaldo hjálpaði stórliðinu að vinna ítölsku úrvalsdeildina tvö ár í röð þar áður.

„Hver vinnur ítölsku úrvalsdeildina? Áður en Cristiano Ronaldo fór, þá sagði ég að sóknarlína Juventus væri sterkust og þeirra hópur væri sterkastur," sagði Vieri við Gazzetta dello Sport.

„Núna set ég Inter fyrir framan þá. Ég er ekki sannfærður þegar talað er um að Dybala, Morata og Chiesa muni gera mikið."

Juventus er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner