Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. september 2021 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cedric skoraði tvennu í sigri Arsenal gegn Brentford
Cedric
Cedric
Mynd: EPA
Arsenal mætti í dag Brentford í æfingaleik fyrir luktum dyrum. Einhverjir leikmenn eru í landsliðsverkefnum en þeir sem eru það ekki fengu spiltíma í dag.

Liðin mættust eftirminnilega í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar og vann Brentford 2-0 sigur í þeim leik.

Staðan í hálfleik í dag var markalaus en í seinni hálfleik skoraði Arsenal fjögur án þess að Brentford næði að skora.

Gabriel skoraði fyrsta mark Arsenal á 46. mínútu og Alexandre Lacazette skoraði annað mark liðsins á 60. mínútu. Cedric Soares skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins á 76. mínútu og 89. mínútu.

Arsenal spilaði með þrjá miðverði í leiknum og var Cedric í vinstri vængbakverði.

Lið Arsenal: Ramsdale, Chambers, White (Hutchinson 76), Mari, Gabriel (Holding 69), Cedric: Maitland-Niles, Elneny (Patino 33); Martinelli, Lacazette, Pepe.

Lið Brentford: Fernández; Roerslev, Hockenhull, Racic, Thompson; Baptiste (Gordon ’77), Maghoma, Peart-Harris; Wissa, Žambůrek (Haygarth ‘75), Fosu (Young-Coombes ’67)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner