Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. september 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumurinn um Katar úti? - „Þurfum að vinna rest"
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppninni fyrir HM 2022.

Liðið þurfti að sætta sig við 2-0 tap gegn Rúmeníu á heimavelli í dag.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á blaðamannafundi hvort undankeppnin væri í raun búin fyrir íslenska liðið, það er að segja að liðið ætti ekki lengur möguleika á því að komast á mótið.

„Ef þú færð að telja stig sem þú mátt tapa til að eiga möguleika á efstu tveimur, þá held ég að við séum að tapa hámarks fjölda stiga. Við þurfum að vinna rest og það er enn hægt; það verður erfitt," sagði Arnar.

„Svo getur þetta spilað alls konar. Það þarf ekki að tapa nema fjögur stig og þá er þetta kannski allt öðruvísi. Þetta er hundfúlt í kvöld, súrt. Staðan í riðlinum er alls ekki góð en þetta getur breyst."

„Við höfum séð skrýtin úrslit í riðlinum en undir eðlilegum kringumstæðum getum við ekki tapað fleiri stigum," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner