Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. september 2021 09:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drullusama um sjöuna og Van Gaal versti þjálfarinn
Angel Di Maria.
Angel Di Maria.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að Argentínumaðurinn Angel Di Maria beri litla sem enga ást í garð Manchester United og þjálfarans Louis van Gaal.

Van Gaal fékk Di Maria til Man Utd fyrir 2014/15 tímabilið en Di Maria stoppaði aðeins í eitt tímabil. Honum leið illa í Manchester og fór hann til Paris Saint-Germain - þar sem hann er enn þann daginn í dag.

„Mér var drullusama um treyju númer sjö hjá Manchester United," segir Di Maria í nýlegu viðtali við Tyc Sports.

„Þeir töluðu fyrst mikið við mig um það treyjunúmer... þetta var bara númer."

Treyja númer sjö er goðsagnarkennd hjá Man Utd; Cristiano Ronaldo, Eric Cantona og George Best hafa allir verið með það númer á bakinu hjá félaginu.

Di Maria skaut einnig á Van Gaal. „Vandamálið mitt hjá Man Utd var þjálfarinn. Van Gaal var versti þjálfarinn á mínum ferli. Ég skoraði, lagði upp og daginn eftir sýndi hann mér myndband af slökum sendingum hjá mér. Hann kunni illa við mig frá fyrsta degi," sagði hinn 33 ára gamli Di Maria.
Athugasemdir
banner
banner