fim 02. september 2021 18:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég hefði viljað sjá Andra Lucas, leyfðu honum að spila"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er stutt í leik Íslands og Rúmeníu, leikurinn hefst klukkan 18:45.

Það vekur athygli að Viðar Örn Kjartansson er í byrjunarliði Íslands en hann var ekki í upprunalega landsliðshópnum sem tilkynntur var fyrir rúmri viku síðan.

Viðar var kallaður inn í hópinn á sunnudag þegar tekin var ákvörðun að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki í hópnum. Bjarni Guðjónsson mun lýsa leiknum á RÚV með Gunnari Birgissyni. Bjarni hefði viljað sjá Andra Lucas Guðjohnsen í byrjunarliðinu.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

„Mjög sérstakt [að Viðar Örn byrji] en ekki í fyrsta skipti sem við sjáum þetta að einhver dettur úr og einhver er kallaður inn í hóp og fer beint í liðið," sagði Bjarni Guðjónsson í útsendngu RÚV.

„Ég hefði í þessum endurnýjunarfasa sem er núna... ég hugsa að Viðar skori en ég hefði viljað sjá Andra Lucas, leyfðu honum að spila. Maður heyrir frábærar fréttir af honum. Ég hefði viljað sjá hann spila, taka bara skrefið og keyra á hann," sagði Bjarni.

Andri er nítján ára sóknarmaður sem er á mála hjá Real Madrid og spilar með varaliði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner