Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 23:19
Brynjar Ingi Erluson
„Ég veit ekki hvort það hafi verið sniðugt að fagna fyrir framan þá"
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segist hafa heyrt af fregnum af kynþáttafordómum í garð leikmanna enska liðsins í fjölmiðlum en var þó ekki var við það í leiknum.

Stuðningsmenn Ungverjalandsverða til rannsóknar hjá FIFA eftir 4-0 sigur Englands í kvöld en ITV greindi frá því að þeir hafi verið með kynþáttafordóma í garð svartra leikmanna enska liðsins.

Þeir bauluðu í byrjun leiks eftir að leikmenn Englands krupu á hné í baráttu sinni gegn rasisma. Þeir héldu svo áfram með apahljóð á meðan leiknum stóð.

Enska knattspyrnusambandið ætlar að láta rannsaka málið en Southgate var ekki var við þetta í leiknum.

„Ég hef heyrt fréttir af kynþáttafordómum en við urðum ekki varir við það í leiknum. Ég veit ekki hvort það hafi verið sniðugt að fagna fyrir framan stuðningsmenn Ungverjalands en það eru kynþáttafordómarnir sem eru aðalatriðið í þessu," sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner