Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm leikmenn sem Arsenal gæti fengið á frjálsri sölu
Sergio Romero.
Sergio Romero.
Mynd: Getty Images
Arsenal er í brasi í upphafi tímabils, liðið er án stiga eftir þrjár umferðir og hefur ekki enn skorað mark í deildinni.

Félagið eyddi hæstum fjárhæðum af öllum liðum úrvalsdeildarinnar í sumarglugganum. Þeir Nuno Tavares, Albert Sambi Lokonga, Ben White, Martin Ödegaard, Aaron Ramsdale og Takehiro Tomiyasu voru allir fengnir inn í glugganum.

Breskið miðillinn Express tók saman fimm leikmenn sem Arsenal gæti tekið inn á frjálsri sölu til að styrkja hópinn.

Tveir leikmannanna eru fyrrum leikmenn félagsins þeir Jack Wilshere og David Luiz. Hinir eru Serge Aurier, Javier Pastore og Sergio Romero.

Aurier var látinn fara frá Tottenham undir lok félagsskiptagluggans og Pastore var látinn fara frá Roma. David Luiz er samningslaus og hefur ekki fundið sér nýtt lið frá því að hann yfirgaf Arsenal í sumar. Sergio Romero er án félags en hann var síðasta hjá Manchester United.

Wilshere lék með Arsenal á árunum 2008-2018 og hefur síðan leikið með West Ham og Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner