Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. september 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum landsliðsmaður Dana talar mjög vel um Ísak
Ísak á landsliðsæfingu í gær.
Ísak á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson gekk í raðir FC Kaupmannahafnar í Danmörku frá Norrköping í Svíþjóð á gluggadegi fyrr í þessari viku.

Talið er að FC Kaupmannahöfn borgi um 5 milljónir evra fyrir Ísak og eru miklar vonir bundnar við hann.

Danir eru greinilega spenntir fyrir því að sjá Ísak í danska boltanum. Per Frimann, einn mesti fótboltasérfræðingur Danmerkur og fyrrum landsliðsmaður þjóðarinnar, fór mikinn þegar hann talaði um Ísak í gær. Hann segir Ísak vera einn af mest spennandi leikmönnum í heimi.

„Hann er á háu getustigi tæknilega séð. Hann er mjög hæfileikaríkur og mörg félög á eftir honum, það er því frábært að FCK náði í hann og hafði möguleikann á að ná í hann," sagði Frimann að því er kemur fram hjá TV3.

Ísak er 18 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki hjá Norrköping í Svíþjóð undanfarin tvö tímabil.

Í kvöld tekur hann mögulega þátt í landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner