Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gæti farið að kveikja á þessum leikjum fyrst hann er þarna"
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Spilaði með Man Utd frá 2003 til 2009.
Spilaði með Man Utd frá 2003 til 2009.
Mynd: Getty Images
Það var auðvitað rætt um Cristiano Ronaldo í síðasta þætti af hlaðvarpinu Enski boltinn.

Ronaldo, sem er 36 ára gamall, gekk aftur í raðir Manchester United í síðustu viku eftir að hafa síðast spilað fyrir félagið fyrir 12 árum síðan.

Þessi endurkoma Ronaldo í enska boltann er mjög fróðleg og verður spennandi að sjá hversu mikið hún mun hjálpa Man Utd.

„Hann er 36 ára en spilaði rosalega vel á Evrópumótinu. Hann var markahæstur í Juventus þó þeir væru ekki að gera gott mót. Hann er með allra bestu leikmönnum í heimi," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

„Það hugsar enginn betur um sig en hann," sagði Ágúst Reynir Þorsteinsson, eigandi Bombay Bazaar.

„Hann er að fá rosalegan samning og er launahæsti maðurinn næstu tvö árin. Það breytir engu, United hefur alveg efni á því," sagði Guðlaugur.

„Þetta er risastórt. Þetta er rosalega rómantískt fyrir þá. Ég er pínu hræddur við eitt í þessu. Í gegnum tíðina hefur það verið að lið hafa verið byggð í kringum Ronaldo. Er þá Ole (Gunnar Solskjær) að fara að breyta því sem hann hefur lagt upp með til að Ronaldo virki? Kannski hef ég rangt fyrir mér. Hvernig passar hann inn í þetta? Það er bullandi rómantík í þessu og geggjað að fá hann inn í þessa deild. Maður gæti farið að kveikja á þessum leikjum fyrst hann er þarna," sagði Ágúst, sem er stuðningsmaður Chelsea.

„Þeir munu selja fullt af treyjum... Lionel Messi fer til PSG og það hlýtur að detta, hann er í þannig liði og svoleiðis. Það eru fleiri spurningamerki með Ronaldo, en hann var markahæstur á EM. Kannski hleypur hann minna en fyrir 10 árum en hann hefur svo margt fleira. Það kæmi mér verulega á óvart ef hann verður ekki gríðarlega góður í vetur," sagði Guðlaugur.

Það var einnig komið inn á það að það yrði gott fyrir ungu leikmennina í Man Utd að æfa og spila með stórstjörnu á borð við Ronaldo.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Enski boltinn - Utanríkisráðherra í fótboltaspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner