Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 02. september 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Gefur í skyn að mál Kolbeins hafi haft áhrif á valið á HM-hópnum
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson á æfingu í Bandaríkjunum.
Kolbeinn Sigþórsson á æfingu í Bandaríkjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var landsliðsþjálfari á árunum 2011-2018. Fyrst var hann aðstoðarmaður Lars Lagerbäck en frá árunum 2013-2016 voru þeir báðir aðalþjálfarar. Árið 2016 varð Heimir svo einn aðalþjálfari og var með Helga Kolviðsson sér til aðstoðar.

Heimir var til viðtals við Vísi í dag þar sem hann var spurður út í umræðuna um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna.

„Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu," sagði Heimir við Vísi.

Mál Kolbeins Sigþórssonar hefur verið mikið í umræðunni og hér er stutt skýring á því máli.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í viðtali við RÚV síðasta föstudag og lýsti þar ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins. Kolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær en aðgerðarhópurinn Öfgar lýsti svo yfir óánægju sinni með yfirlýsinguna.

Kolbeinn var valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki en eftir umfjöllun um hans mál þá ákvað stjórn KSÍ að vísa honum úr hópnum. Það hafa önnur meint ofbeldismál landsliðsmanna einnig verið í umræðunni að undanförnu.

Heimir segir að þetta sé fyrst og fremst leiðinlegt og að þetta komi honum jafnmikið á óvart og öllum öðrum.

Heimir er spurður út í þá ákvörðun þegar Kolbeinn var sendur heim eftir tölvupóst frá föður Þórhildar til starfsmanna KSÍ árið 2018. Kolbeinn hafði þá verið valinn í landsliðshópinn fyrir verkefni í Bandaríkjunum sem var síðasta verkefnið í undirbúningi fyrir HM í Rússlandi. Heimir kveðst ekki hafa þurft að taka ákvörðun sem þjálfari hvort Kolbeinn yrði áfram í hópnum.

„Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“

Heimir segir þá að honum hafi verið heimilt að velja Kolbein í HM-hópinn. Kolbeinn var ekki í leikmannahópi Íslands í Rússlandi.

„Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls?

„Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“

Viðtalið í heild má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner