Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Haaland verður helsta skotmark Man Utd næsta sumar
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Yves Bissouma.
Yves Bissouma.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Haaland, Woodward, Ronaldo, Olmo, Bissouma, Ödegaard og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Erling Haaland (21), sóknarmaður Borussia Dortmund og Noregs, verður aðal skotmark Manchester United næsta sumar þrátt fyrir komu Cristiano Ronaldo (36) frá Juventus. (ESPN)

Ed Woodward spilaði lykilhlutverk í því að fá Ronaldo aftur á Old Trafford. (Manchester Evening News)

Barcelona mun aftur reyna að kaupa spænska miðjumanninn Dani Olmo (23) í janúar en 50 milljóna punda tiboði frá RB Leipzig var hafnað á gluggadeginum. (Mail)

Það var aldrei möguleiki á því að Joao Felix (22) færi til Barcelona þrátt fyrir að Antoine Griezmann (30) fór aftur til Atletico Madrid. (Fabrizio Romano)

Leicester, Southampton og Nottingham Forest gerðu öll tilboð í enska hægri bakvörðinn Djed Spence (21) hjá Middlesbrough. (Northern Echo)

Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, fullvissaði Emerson Royal (22) um að hann myndi spila lykilhlutverk í liðinu áður en Brasilíumaðurinn samþykkti að yfirgefa Barcelona. (Marca)

Manchester United, Liverpool og Arsenal munu öll reyna að fá Yves Bissouma (25), miðjumann Brighton og Malí, í janúarglugganum. (Mirror)

Samband Steve Bruce stjóra Newcastle og eigandans Mike Ashley er í ákveðnum lágpunkti eftir vonbrigði á gluggadegi. Newcastle tókst ekki að fá Hamza Choudhury frá Leicester. (Telegraph)

Arsenal er farið að sjá eftir 72 milljóna punda kaupum á Nicolas Pepe (26) frá Lille 2019. Pepe fer illa af stað á tímabilinu. (Mirror)

Barcelona hyggst bjóða franska vængmanninum Ousmane Dembele (24) nýjan samning. Hann er að jafna sig á nárameiðslum. (RAC)

Franski varnarmaðurinn Malang Sarr (22) hjá Chelsea er í mikilli óvissu eftir að fyrirhugaður lánssamningur við þýska félagið Greuther Furth rann út í sandinn á gluggadeginum. (Mail)

Martin Ödegaard (22) miðjumaður Arsenal segist ekki hrifinn af því að vera með kvikmyndatökuteymi í kringum liðið en verið er að gera heimildarþættina All or Nothing um Arsenal. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner