Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. september 2021 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Jói Berg: Við fáum tvö léleg mörk á okkur
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld í fyrsta sinn er liðið tapaði 2-0 fyrir Rúmeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Jóhann hefur verið með bestu mönnum landsliðsins síðasta áratuginn og reynst liðinu afar mikilvægur en hann fékk bandið í fyrsta sinn í kvöld.

Íslenska liðið skapaði sér fínt færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki að nýta það. Rúmenía gerði tvö mörk í síðari hálfleik og þar við sat.

„Já, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik og fáum mjög gott færi og á venjulegum degi klárum við það og þá er þetta allt öðruvísi leikur. Við fáum tvö léleg mörk á okkur og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi," sagði Jóhann Berg við RÚV.

„Þetta er ný vörn sem er að spila og það tekur tíma. Stundum eru menn ekki in-sync ef ég má sletta aðeins. Það eru nokkur móment sem þarf að skoða og æfa."

Þetta hefur verið undarleg vika í kringum landsliðið en Jóhann segir að leikmenn hafi reynt að gera sitt besta á vellinum.

„Þetta er skrítin vika og mörgu leiti erfið en við fórum inn á völlinn og reyndum að gera okkar besta. Mikill heiður fyrir mig að leiða þetta lið út en maður vill alltaf vinna og sækja þrjú stig og það sérstaklega á heimavelli. Þannig við erum ekki sáttir."

„Við verðum að fara að sækja einhver stig og það strax. Næsti leikur kemur fljótt og vonandi gerum við betur en í dag."

Athugasemdir
banner
banner
banner