Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Kári betri í dag en í gær - „Við tökum stöðuna í kvöld og á morgun"
Icelandair
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var ekki í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Rúmeníu í kvöld en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.

Varnarmaðurinn reyndi hefur verið einn áreiðanlegasti maðurinn í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár en hann hefur mátt þola mikið leikjaálag í íslenska boltanum í sumar.

Hann er að glíma við smávægileg meiðsli en var ekki klár í leikinn í kvöld. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, segir að tekið verði stöðuna í kvöld og á morgun.

„Kári tildæmis var ekki orðinn nógu góður. Hann er mikið betri í dag en í gær. Við vorum að skoða þetta í gærkvöldi og þá var hann ekki kominn nógu langt," sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld.

„Það er eitthvað sem við verðum að líta á á sunnudaginn. Við verðum að taka stöðuna á mönnum núna í kvöld og á morgun, hverjir þeir geta byrjað aftur og hverjir geta komið inn," sagði hann ennfremur.

Ísland mætir Norður Makedóníu næst á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner