Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Köstuðu glösum í Sterling - Grealish og Rice fengu sér sopa
Raheem Sterling fagnar og glasið fylgir með á myndinni
Raheem Sterling fagnar og glasið fylgir með á myndinni
Mynd: Getty Images
Englendingar nudduðu svo sannarlega salti í sár stuðningsamanna Ungverjalands sem sýndu ömurlega hegðun í 4-0 sigri Englands á Ungverjalandi í kvöld.

Áhorfendur í Búdapest voru með mikil dólgslæti fyrir leik og bauluðu meðal annars á leikmenn Englendinga sem krupu á hné til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

ITV greindi frá apahljóðum úr stúkunni og hefur enska knattspyrnusambandið gagnrýnt stuðningsmennina fyrir það og mun láta rannsaka málið.

Raheem Sterling var orðinn þreyttur á stuðningsmönnunum og þegar hann skoraði fyrsta markið fagnaði hann fyrir framan þá og urðu mikil læti.

Stuðningsmennirnir köstuðu glösum í átt að Sterling og héldu áfram með rasisma í garð svartra á vellinum. Declan Rice, leikmaður Englands, tók svo upp á því að drekka úr einu glasinu til að æsa þá enn meira upp.

Hægt er að sjá nokkrar myndir af þessu hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner