Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Kynþáttafordómar í Búdapest - „Við munum biðja FIFA um að rannsaka málið"
Leikmenn Englands krupu á hné fyrir leik
Leikmenn Englands krupu á hné fyrir leik
Mynd: EPA
Breska sjónvarpsstöðin ITV sakar stuðningsmenn ungverska landsliðsins um kynþáttafordóma í leik Englands og Ungverjalands í Búdapest í kvöld en enska knattspyrnusambandið ætlar að láta UEFA rannsaka málið frekar og hefur sambandið sent frá sér yfirlýsingu.

Stuðningsmenn Ungverjalands bauluðu fyrir leikinn er leikmenn Englands krupu á hné til að styðja við baráttu gegn kynþáttafordómum.

Breska sjónvarpsstöðin ITV greindi þá frá því að stuðningsmenn Ungverjalands hefðu verið með kynþáttafordóma á meðan leik stóð og heyrðust apahljóð greinilega í útsendingunni.

Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og mun láta rannsaka málið frekar.

„Það eru mikil vonbrigði að heyra af fregnum af fordómum í garð leikmanna enska landsliðsins. Við munum biðja FIFA um að rannsaka málið. Við höldum áfram að styðja leikmenn og þjálfara í baráttunni gegn mismunun," segir í yfirlýsingu sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner