fim 02. september 2021 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe dregur sig úr franska landsliðinu - Meiddist á kálfa
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Kylian Mbappe hefur ákveðið að að draga sig úr franska landsliðinu vegna meiðsla.

Mbappe spilaði í 1-1 jafnteflinu gegn Bosníu og Herzegóvínu í gær en honum var skipt af velli undir lokin.

Framherjinn var skoðaður eftir leikinn og greindi knattspyrnusambandið frá því að hann væri meiddur á kálfa og yrði því ekki meira með í undankeppninni í september.

Hann ákvað því að draga sig úr hópnum en óvíst er hversu lengi hann verður frá.

Mbappe var nálægt því að ganga í raðir Real Madrid undir lok gluggans en Paris Saint-Germain svaraði ekki tilboði Madrídinga og því ljóst að hann klárar samninginn í Frakklandi áur en hann heldur til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner