fim 02. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Kounde rekinn af velli fyrir brot á Kolasinac
Jules Kounde
Jules Kounde
Mynd: EPA
Jules Kounde, varnarmaður franska landsliðsins, var rekinn af velli á 51. mínútu gegn Bosníu og Herzegóvínu í undankeppni HM í gær.

Kounde er einn eftirsóttasti miðvörður Evrópu en hann hefur spilað feykivel með Sevilla síðustu ár.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Chelsea undir lok gluggans en það gekk ekki eftir.

Kounde spilaði hægri bakvörð gegn Bosníu í gær en það hefur verið margreynt að spila honum þar en án árangurs.

Hann var ekki að finna sig í leiknum og var á endanum rekinn af velli eftir slæma tæklingu á Sead Kolasinac en brotið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner