Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirrandi að sjá Benitez hjá Everton - „En þú getur samt skilið hann"
Rafa Benitez.
Rafa Benitez.
Mynd: EPA
Spánverjinn Rafa Benitez hefur farið mjög vel af stað sem stjóri Everton á Englandi.

Það var mjög umdeild ráðning í sumar þegar Benitez var ráðinn til að taka við skútunni hjá Everton, í ljósi þess auðvitað að hann er fyrrum stjóri Liverpool - nágranna Everton.

Stuðningsmenn Everton voru ekki sáttir með ráðninguna, en ef hann heldur áfram að ná í góð úrslit þá mun hann vinna þá á sitt band - alveg klárlega.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og stuðningsmaður Liverpool, segir það pirrandi að sjá Benitez stýra Everton.

„Það er pirrandi, en þú getur samt skilið hann. Hann er að stökkva á þetta því hann er ekki að vaða í tækifærum," sagði Guðlaugur.

„Hann hefur verið í Kína og eitthvað. Auðvitað hefur hann velt því fyrir sér hvort hann ætti að gera þetta. En það eru ekki mörg önnur tækifæri sem hann hefur fengið sambærileg. Everton er með þokkalega massívan hóp og þeir hafa fjárfest mikið. Ef hann náði árangri með Newcastle, þá mun hann ná árangri með Everton."

„Þetta pirrar mig af tveimur ástæðum. Það er í fyrsta lagi að hann fer til Everton - manni finnst maður eiga hann svolítið - og svo er ég nokkuð viss um að hann muni ná góðum árangri með Everton," sagði Guðlaugur.
Enski boltinn - Utanríkisráðherra í fótboltaspjalli
Athugasemdir
banner
banner