fim 02. september 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo núna í níunda sæti á heildarlistanum
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo varð í gær markahæsti landsliðsmaður sögunnar þegar hann skoraði tvö mörk í dramatískum sigri á Írlandi.

Ronaldo er markahæsti karlmaðurinn en það er enn langt í land fyrir hann að ná toppsætinu á heildarlistanum.

Christine Sinclair, landsliðskona Kanada, er á toppnum með 187 mörk í 303 leikjum. Það eru átta konur fyrir ofan Ronaldo á listanum og er hann því í níunda sæti á heildarlistanum.

Hann er með jafnmörg mörk og Alex Morgan, landsliðskona Bandaríkjanna, sem hefur skorað mörkin 111 í 183 leikjum; Ronaldo gerði það í 180 leikjum.

Það er einn annar karlmaður á topp tíu listanum; Ali Daei, sem spilaði með Íran frá 1993 til 2006.


Athugasemdir
banner
banner