banner
   fim 02. september 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Már og félagar ganga út á völlinn með hunda
Hundur á vellinum
Hundur á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Rúmeníu hefur efsta deildin þar í landi skrifað undir samstarfssamning við stjórnvöld þar í landi um að leikmenn gangi út á völlinn með heimilislausa hunda.

Rúmenski fjölmiðlamaaðurinn Emanuel Rosu segir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Hann segir að markmiðið með þessu sé að hvetja fólk - heima fyrir og á vellinum - að ættleiða hunda.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer en þetta er svo sannarlega nýjung í fótboltanum.

Í augnablikinu er Cluj á toppnum í Rúmeníu með fullt hús stiga. Rúnar Már Sigurjónsson leikur með Cluj. Rúmenska landsliðið er hér á landi þessa stundina en liðið leikur við Ísland í undankeppni HM í kvöld. Rúnar þurfti að draga sig úr íslenska hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna."


Athugasemdir
banner
banner
banner