Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. september 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að tími Alfonsar muni koma - Birkir er fyrsti kostur
Icelandair
Birkir í leiknum í kvöld.
Birkir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson lék í stöðu hægri bakvarðar í íslenska liðinu í kvöld og var það landsleikur númer 99 á hans flotta landsliðsferli. Á bekknum sat Alfons Sampsted, bakvörður norsku meistaranna í Bodö/Glimt.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í hægri bakvarðarstöðuna á fréttamannafundi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

Var Birkir í liðinu af því það voru reynsluminni miðverðir í liðinu eða er hann ennþá klárlega fyrir framan Alfons í röðinni?

„Hægri bakvarðarstaðan er að mínu mati mjög vel mönnuð hjá okkur. Birkir Már er með gífurlega reynslu og er ennþá á mjög góðum stað hvað level varðar á sínum ferli," sagði Arnar.

„Alfons þarf að læra af Birki og Alfons veit alveg nákvæmlega hvernig og hvenær við viljum taka þessi skref með honum. Hann tók leik í mars, tók leiki í júni þannig hans tími kemur."

„En eins og staðan er núna er Birkir mitt fyrsta val í hægri bakvörðinn,"
sagði Arnar.

Alfons er 23 ára og hefur spilað fimm A-landsleiki, Birkir Már er 36 ára.

Framundan er leikur gegn Norður-Makedóníu á sunnudag og leikur gegn Þýskalandi á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner