Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Marokkó gagnrýnir Ziyech - „Læt þetta ekki viðgangast"
Hakim Ziyech
Hakim Ziyech
Mynd: EPA
Vahid Halilhodzic, þjálfari Marokkó, gagnrýnir Hakim Ziyech í fjölmiðlum þar í landi en hann segir leikmanninn ekki vera með aga til að vera í landsliðinu.

Ziyech er einn af gulldrengjum Marokkó og hefur verið með betri leikmönnum Evrópu síðustu ár.

Hann gerði frábæra hluti með hollenska liðinu Ajax áður en hann samdi við Chelsea á síðasta ári.

Landsliðsþjálfarinn er þó ekki sáttur með Ziyech og segir leikmanninn gera sér upp meiðsli til að sleppa við að spila.

„Í fyrsta sinn á þjálfaraferli mínum er ég með landsliðsmann sem vill ekki æfa og þykist vera meiddur þó svo niðurstöður frá læknum gáfu annað til kynna. Hann var með engan aga í síðustu undankeppnum og leit ekki út fyrir að vera leikmaður sem vildi berjast fyrir því að Marokkó kæmist á HM."

„Ég get ekki látið þessa hegðun viðgangast og þá sérstaklega á meðan ég er þjálfari Marokkó,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner