Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utanríkisráðherra um Liverpool: Fínt þegar verið er að afskrifa okkur
Liverpool hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu.
Liverpool hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu.
Mynd: EPA
Harvey Elliott er mjög efnilegur.
Harvey Elliott er mjög efnilegur.
Mynd: EPA
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var gestur í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn síðasta mánudag. Guðlaugur er mikill stuðningsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool.

Liverpool hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu og er liðið með sjö stig eftir þrjá leiki.

Á ekki að líta til Liverpool í titilbaráttunni? „Jú, það má gera það. En mér finnst fínt þegar verið er að afskrifa okkur. Ég geri engar athugasemdir við það," sagði Guðlaugur.

„Það hefur ekki verið nein styrking á leikmannamarkaðnum. Þegar þú ert í þeirri stöðu þá koma oft ungir leikmenn upp. Við erum með Elliott og Jones kom í fyrra. Trent er búinn að vera þarna í nokkur ár. (Mason) Mount hefði ekki fengið tækifærið hjá Chelsea ef það hefði ekki verið vesen," sagði utanríkisráðherra en Chelsea var í félagaskiptabanni og því var Mount tekinn inn í liðið. Hann hefur nýtt tækifærið vel.

„Í leikmannahópinn sem Liverpool er með núna, þá ertu ekki að kaupa bara einhvern. Þú kaupir bara leikmenn eins og Alisson og Van Dijk, leikmenn sem eiga að fara inn í liðið. Ef ekki, þá bara að kaupa unga og efnilega leikmenn alveg eins og Harvey Elliott sem var fenginn frá Fulham. Mér finnst þetta skynsamlegt."

Síðasta tímabil var erfitt
Síðasta tímabil hjá Liverpool var ekki sérstakt. Leikmenn voru mikið í meiðslum og það hafði mikil áhrif. Endaspretturinn var mjög góður og náði Liverpool að enda í þriðja sæti. Það er meiri jákvæðni í kringum félagið núna.

„Já, guð minn góður. Það er ekkert hægt að bera þetta saman. Þetta varð að einhverjum hrylling tiltölulega fljótlega. Svo gleymir maður því að við vorum á toppnum um jólin. Þá voru Fabinho og Henderson að spila í hafsent. Svo meiddust þeir báðir líka," sagði Guðlaugur.

„Mér fannst það nú best þegar Ben Davies kom frá Preston. Hann mætti á æfingu og eftir 15 mínútur var hann orðinn meiddur líka. Þetta var ótrúlega furðulegt. Það var mjög gott að þeir skyldu bjarga sér undir lokin og sýndu mikinn karakter að gera það. Þetta er liðið sem vann deildina mínus Wijnaldum. Það munar um hann en á móti ertu með Jones og Elliott."

„Liverpool er með mjög gott lið og þeir verða að berjast á toppnum. Aftur á móti, þá eru hin liðin búin að styrkja sig gríðarlega."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Enski boltinn - Utanríkisráðherra í fótboltaspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner