Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. september 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir hugsunina á bakvið markvarðavalið
Icelandair
Patrik Sigurður er í A-landsliðinu. (Fæddur 2000, 20 ára)
Patrik Sigurður er í A-landsliðinu. (Fæddur 2000, 20 ára)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson. (Fæddur 2000, 21 árs)
Elías Rafn Ólafsson. (Fæddur 2000, 21 árs)
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull Andrésson. (Fæddur 2001, 20 ára)
Jökull Andrésson. (Fæddur 2001, 20 ára)
Mynd: Getty Images
Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins síðustu ár.
Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins síðustu ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var til viðtals hér á Fótbolti.net í síðustu viku í kjölfarið á því að íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur. Patrik Sigurður Gunnarsson er einn þriggja markvarða í A-landsliðshópnum en hann hefur verið aðalmarkvörður U21 landsliðsins og er áfram gjaldgengur í það landslið.

Þeir Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru markverðirnir sem eru með Patrik í hópnum.

Arnar var spurður hvort hann væri í einhverri samvinnu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21 landsliðsins, þegar kemur að markvarðavali.

„Já, við erum í samstarfi við Davíð Snorra alveg niður í U19 þar sem hann er aðstoðarmaður Ólafs Inga. Við viljum búa til þessi landsliðsskref sem við teljum að séu rétt fyrir hvern og einn leikmann. Við eigum marga rosalega efnilega leikmenn akkúrat núna. Að mínu mati eru margir af þessum strákum á rosalega góðum stað, þrátt fyrir ungan aldur," sagði Arnar.

Hannes sá eini sem er að spila - Elías fær tækifærið
„Patti er búinn að spila mjög marga U21 leiki og þess vegna teljum við mikilvægt að hann taki núna næsta skref og venjist því að vera í A-landsliðinu."

„Við eigum marga góða markmenn en Hannes er sá eini sem er að spila akkúrat núna. Rúnar Alex, Ömmi og Patti eru á bekknum [hjá sínum félagsliðum] eða ekki á bekknum."

„Þá þarf maður sem þjálfari að taka ákvörðun hvað við ætlum að gera. Erum við að fara velja bara þá elstu og reyndustu eða erum við að taka þessi skref áfram. Þá komum við að þessum þremur núna, Ömmi er ekki í hópnum að þessu sinni."

„Ætlunin er, í samstarfi við Davíð Snorra, að Elli [Elías Rafn Ólafsson] fari í það að spila U21 leiki. Við vitum hvað Patti hefur verið með U21 og nú þarf Elli að sýna það áfram. Hann sýndi það með Midtjylland í deildinni á dögunum og nú þarf hann að gera það með U21 liðinu. Það getur vel verið að staðan á markmönnunum verði allt önnur eftir mánuð."


Það má geta þess að Elías Rafn mun verja mark U21 landsliðsins gegn Hvíta-Rússlandi í leik sem hefst klukkan 14:00.

Var efitt að velja ekki Ögmund í þenann hóp?

„Já, það var erfitt. Það er mjög auðvelt að velja ef allir eru að spila og það er hægt að dæma út frá frammistöðu í leikjum og persónuleika og öðru. Núna erum við að velja og það eru markmenn sem eru ekki að spila nógu mikið að okkar mati, staðan er bara þannig."

Jökull kom ekki til greina í þennan hóp
Það er einn markmaður sem er að spila, Jökull Andrésson er að spila í ensku C-deildinni með Morecambe. Kom hann til greina?

„Nei, ekki hjá okkur núna. Það er aftur það sama, þetta samstarf við Davíð Snorra og að menn taki réttu skrefin í þessu á rétta tímapunktinum. En það er samt ekki alltaf þannig að þú þurfir að spila átta U19 leiki og átta U21 árs leiki. Það eru stundum leikmenn sem hoppa yfir," sagði Arnar. Sem dæmi um slíka leikmenn er hægt að nefna þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Andra Fannar Baldursson, Andra Lucas Guðjohnsen og Mikael Egil Ellertsson.

Frá því að þetta viðtal var tekið hafa þeir Patrik og Rúnar Alex verið lánaðir frá sínum félögum. Patrik var lánaður frá Brentford til norska félagsins Viking og Rúnar Alex var lánaður frá Arsenal til belgíska félagsins OH Leuven.
Kafað dýpra í landsliðsvalið með þjálfaranum
Athugasemdir
banner
banner